Innlent

Viðbúið að sótt sé í bruggið

Heimabrugg hefur aukist talsvert að undanförnu að sögn lögreglu. Fréttablaðið/Valli
Heimabrugg hefur aukist talsvert að undanförnu að sögn lögreglu. Fréttablaðið/Valli
Heimabrugg virðist hafa aukist talsvert að undanförnu og hefur lögreglan haft í nokkru að snúast í þeim málum.

Bruggverksmiðjur eru jafnvel farnar að skjóta upp kollinum, að því er Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir.

„Við tókum heilmikið hér um daginn og þetta er alltaf að koma upp af og til. Í þessu stóra tilviki var framleiðslan meira að segja sett upp í sérhúsnæði.“

Hann játar því að ástandinu sé farið að svipa til þess sem viðgekkst hér á landi á árum áður.

„Það mátti alveg búast við því. Þegar vökvinn er dýr leita menn í eitthvað ódýrara.“

Geir Jón segir að þó lögregla sé ekki í opinberu átaki gegn bruggi berist henni fjölmargar ábendingar sem hún svo vinnur úr.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er talsvert um neyslu á heimabrugguðu áfengi, sem virðist haldast í hendur við minni sölu, auknar álögur og hækkandi útsöluverð. Samkvæmt könnun Capacents fyrir Samtök atvinnurekenda hafa þrjú af hverjum fjórum ungmennum á aldrinum 16 til 19 ára neytt eða orðið vör við bruggneyslu síðustu 12 mánuði. - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×