Innlent

Vill fleiri valkosti í húnæðismálum

Vill valkosti BSRB hefur lagt fram tillögur um nýtt fyrirkomulag á leigumarkaði þar sem fólk hafi val um að leigja eða kaupa. Fréttablaðið/Vilhelm
Vill valkosti BSRB hefur lagt fram tillögur um nýtt fyrirkomulag á leigumarkaði þar sem fólk hafi val um að leigja eða kaupa. Fréttablaðið/Vilhelm
Samfélagsmál BSRB hefur lagt til við stjórnvöld að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. Hús þessi skulu vera í ríkis­eigu og íbúðir leigðar út á verði sem sérstök verðlagsnefnd telur viðráðanlegt. Með því verði einnig sett á fót eins konar öryggisnet fyrir fjölskyldur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki aðra kosti.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að með þessu sé bandalagið að leggja sitt af mörkum til að fólk geti leigt húsnæði sem það ráði við að greiða af.

Nú sé tækifæri, og ekki síður þörf, til að byggja upp leigumarkað til lengri tíma til þess að fólk hafi í raun og veru val um hvort það vilji leigja eða kaupa sér húsnæði.

Elín segist ekki óttast að íbúar þessa kerfis verði stimplaðir með ósanngjörnum hætti, eins og víða hafi gerst.

„Við teljum að í þessum leiðum sé verið að koma í veg fyrir að það sé einsleitur hópur, því að það er ekki miðað við tekjur. Við leggjum einmitt mikið upp úr því að þetta kerfi verði fyrir hinn venjulega Íslending sem vill velja það frekar að vera á leigumarkaðnum.“ - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×