Innlent

Ítarlegt viðtal við Þorvald Gylfason

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði sem náði afgerandi besta kjöri á stjórnlagaþing, segir að mikilvægt að stjórnlagaþing gangi þannig frá tillögum sínum að Alþingi finni sig knúið til að senda þær óbreyttar í dóm þjóðarinnar til afgreiðslu. Þorvaldur segir að ný stjórnarskrá og uppgjör hrunsins séu náskyld mál.

Þorvaldur var nýlentur á Keflavíkurflugvelli eftir þriggja vikna reisu í Afríku þegar hann fékk tíðindin um að hann hefði náð kjöri. Meðan á dvöl hans stóð náði hann að ræða við einn höfunda suður-afrísku stjórnarskrárinnar og segir að við getum lært margt af vinnu á bak við hana. Þorvaldur segir að það gæti verið góð hugmynd fyrir aðra frambjóðendur í framtíðinni að láta sig hverfa stuttu fyrir kosningar til að gefa kjósendum frið og ró.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Þorvald í gær á heimili hans. Viðtalið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×