Innlent

Námsárangur íslenskra barna á niðurleið

Þekking íslenskra nemenda á náttúrufræði hefur verið undir meðallati frá upphafi mælinga hjá PISA
Þekking íslenskra nemenda á náttúrufræði hefur verið undir meðallati frá upphafi mælinga hjá PISA Mynd úr safni
Íslenskir nemendur koma illa út úr PISArannsókn á námsárangi 15 ára barna til samanburðar við önnur lönd. Í rannsókninni kemur fram að þróun námsárangurs íslenskra nemenda lofar ekki góðu.

Lesskilningur íslenskra nemenda er á niðurleið og undir meðallagi, læsi á stærðfræði er yfir meðallagi en á niðurleið og læsi á náttúrufræði er undir meðallagi og hefur verið það frá upphafi mælinga.

Löndum sem ná hærri meðalárangri en Ísland fjölgar jafnt og þétt í öllum greinum og Ísland sígur sífellt neðar.

PISA niðurstöðurnar gefa þýðingarmiklar upplýsingar fyrir íslenskt skólastarf sem mikilvægt er að taka til markvissrar skoðunar í þeim tilgangi að betrumbæta námsárangur og skólastarf. Þá er samanburðurinn við aðrar þjóðir íslensku skólakerfi mjög mikilvægur.

Varast ber hins vegar að líta á þær sem eina mælikvarðann á stöðu skólakerfis okkar og ef til vill hefur þetta að nokkru leyti að gera með mikið frjálsræði ungra barna í uppeldi og agaleysi sem birtist meðal annars í skólastarfi.

Þær niðurstöður sem birtar eru nú eru úr rannsókn PISA frá árinu 2006. Niðurstöður PISA fyrir 2009 eru væntanlegar í janúar 2011.

Sjá skýrsluna: Staða íslenskra grunnskóla - Námsárangur og skýringarþættir í PISA 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×