Innlent

Fjórir sóttu um starf tæknistjóra stjórnlagaþings

Erla Hlynsdóttir skrifar
Frá Þjóðfundinum sem haldinn var í Laugardalshöll í byrjun nóvember
Frá Þjóðfundinum sem haldinn var í Laugardalshöll í byrjun nóvember
Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn sem tæknistjóri stjórnlagaþings. Hann starfaði sem verktaki fyrir Þjóðfundinn og sinnti tæknimálum fundarins og vefmálum. Á Þjóðfundinum var lagður grunnur að starfi stjórnlagaþings.

Fjórir sóttu um stöðuna og voru tveir boðaðir í viðtal.

Staða tæknistjóra stjórnlagaþings var auglýst í byrjun nóvember og gengið frá ráðningunni í gær.

Þá var einnig gengið frá ráðningu upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings, eins og Vísir greindi frá í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu stjórnlagaþings voru fjórir boðaðir í viðtal vegna þeirrar stöðu, en 22 sóttu um.

Ráðningin er tímabundin og í samræmi við ákvæði laga um stjórnlagaþing er hún gerð með fyrirvara um samþykki forsætisnefndar stjórnlagaþings sem verður kosin er þingið kemur saman í febrúar næstkomandi. Fram að því mun upplýsingafulltrúi einkum sinna uppsetningu vefsíðu og öðrum undirbúningi þingsins ásamt framkvæmdastjóra.

Fleiri störf á skrifstofu stjórnlagaþings verða auglýst á næstunni.








Tengdar fréttir

Stjórnlagaþing: Upplýsingafulltrúinn ráðinn áfram

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, starfandi upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings, hefur verið ráðin áfram sem upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings. Alls sóttu tuttugu og tveir um stöðuna og var öðrum umsækjendum tilkynnt um ráðninguna síðdegis í gær með bréfi þar sem segir:

Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur

Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×