Innlent

Svandís telur brýnt að halda sjálfstæðismönnum frá völdum

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir brýnt að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Stefna VG í Evrópumálum sé skýr og því megi flokksmenn ekki láta ágreining um form spilla fyrir.

Þetta kom fram í máli Svandísar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í kvöld. Hún hóf mál sitt á því að rifja upp að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið utan ríkisstjórnar í heilt kjörtímabil. Þá sagði hún að kapítalismi sem geri ráð fyrir endalausum hagvexti væri leið mannkynsins til glötunar. Af þeim sökum væri afar mikilvægt að vinstristjórn væri við völd hér á landi.

Svandís sagði ekki væri ágreiningur um stefnu Vinstri grænna í Evrópumálum. Flokkurinn var andsnúinn inngöngu Íslands í Evrópusambandið.


Tengdar fréttir

Steingrímur: Nýtur forystan stuðnings?

„Þetta snýst um það að koma Íslandi aftur á fæturnar. Við þurfum samstöðu til þess. Það verður erfitt að standa í þessu ef við erum eitthvað hölt því aðstæðurnar eru nú nógu krefjandi án þess. Við þurfum auðvitað að vita - forysta flokksins, þingflokkur og forystusveit - höfum við stuðning og umboð frá flokknum og þessari stofnun til að halda þessari baráttu áfram. Við skulum bara fá það á hreint,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar hann ávarpaði flokksráðs Vinstri grænna í dag.

Tekist á um tvær tillögur

Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn Vinstri grænna leggja til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. Í annarri ályktun sem fleiri atkvæðabærir flokksmenn flytja, er lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina og þar með að viðræðurnar haldi áfram.

Tekist á um Evrópusambandið hjá vinstri grænum

Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×