Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar 4. ágúst 2010 04:00 Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Björk Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is
Björk Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira