Innlent

Fráskildir kvenkyns öryrkjar hafa það verst

Erla Hlynsdóttir skrifar
Kvenkyns öryrkjar hafa það almennt verr fjárhagslega en karlkyns öryrkjar
Kvenkyns öryrkjar hafa það almennt verr fjárhagslega en karlkyns öryrkjar Mynd úr safni
Sá hópur öryrkja sem á erfiðast með að standa skil á venjulegum útgjöldum eru fráskildar konur. Þar á eftir kona frjáskildir karlkyns öryrkjar. Samkvæmt skýrslu Öryrkjabandalagsins um Lífshagi og kjör öryrkja eiga 70 prósent fráskilinna kvenna í greiðsluerfiðleikum og 57 prósent fráskilinna karla.

Marktækur munur er á afkomu öryrkja eftir hjúskaparstöðu og eiga giftir best með að standa í skilum. Á eftir þeim eru það einhleypir karlar sem eiga í minnstu greiðsluerfiðleikunum en einhleypar konur eru í nokkuð verri stöðu. Fráskildir hafa það verst.

Hátt í helmingur þeirra öryrkja sem tóku þátt í rannsókn Öryrkjabandalagsins, eða 44 prósent, segja það hafa komið fyrir á síðustu tólf mánuðum að hann eða fjölskylda hans hafi átt í erfiðleikum með að greiða hin venjulegu útgjöld, svo sem mat, ferðir og húsnæði.

Marktækt fleiri konur en karlar hafa átt í erfiðleikum með að standa undir venjulegum útgjöldu, eða 47 prósent kvenna en 38 prósent karla.

Til samanburðar má geta þess að í Húsnæðiskönnun Þjóðmálastofnunar 2007 var þessu sama spurning um erfiðleika við að greiða hefðbundin útgjöld lögð fyrir. Í þeirri könnun sögðust tæp 12 prósent svarenda hafa átt í slíkum greiðsluerfiðleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×