Erlent

Forstjóri stakk hund nágrannans til bana

Max lést samstundis þegar breski forstjórinn stakk hann með eldhúshnífnum.
Max lést samstundis þegar breski forstjórinn stakk hann með eldhúshnífnum.

Breski forstjórinn Mark Deeley, sem er 49 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir að drepa hund nágrannans með hnífi. Málið hefur vakið talsverða athygli í Englandi en forstjórinn býr í glæsivillu í rólegu og rótgrónu hverfi. Húsið eitt kostar eina milljón punda sem gera um 180 milljónir íslenskar krónur.

Forstjórinn mun hafa verið úti að viðra eigin hund í nærliggjandi almenningsgarði þegar hundurinn Max á að hafa ráðist á hund Deeleys. Af einhverjum ástæðum var forstjórinn með eldhúshníf í vasanum. Hann stakk Max sem drapst þá samstundis.

Nágrannar segjast felmtri slegnir yfir fregninni. Þannig segir einn nágranninn að margir í hverfinu eigi gæludýr og því sé þeir uggandi að heyra af meintu framferði forstjórans.

Mark Deeley neitar sakargiftum en málinu var frestað fram yfir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×