Erlent

„Sjáðu hvað menn gera fyrir Hublot“

Bernie fékk snjalla hugmynd þegar ribbaldar börðu hann og rændu.
Bernie fékk snjalla hugmynd þegar ribbaldar börðu hann og rændu.

Lúxusúraframleiðandinn Hublot hefur hafið óvenjulega auglýsingaherferð þar sem Bernie Ecclestone eigandi Formúlunnar er í aðalhlutverki. Bernie lenti í því á dögunum að fjórir ribbaldar réðust á hann fyrir utan höfuðstöðvar Formúlunnar í London og börðu hann til óbóta.

Þeir rændu Ecclestone og höfðu af honum skartgripi að verðmæti 200 þúsund punda, þar á meðal þetta forláta Hublot úr sem sést á myndinni.

Ecclestone, sem er með snjöllustu markaðsmönnum, fékk þá hugmynd og hringdi í úraframleiðandann með tillögu að auglýsingaherferð. Afraksturinn má sjá hér. Myndin er tekin sama dag og árásin var framin og sérstaklega er tekið fram að ekkert hefur verið átt við hana í tölvu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×