Erlent

Það er eitthvað ekki í lagi....

Óli Tynes skrifar
Snjókoma á Kastrup.
Snjókoma á Kastrup.
Sekúndum munaði að tvær farþegaþotur frá SAS skyllu saman í flugtaki frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í stórhríð. Það var í lok síðasta mánaðar sem tvær SAS þotur voru að búa sig undir flugtak frá Kastrup. Flugbrautir þeirra skárust um miðja vegu. Það var mikil snjókoma og skyggni lítið. Svo virðist sem einhver ruglingur hafi verið á ljósabúnaði. Þegar flugvélum er ekið í flugtaksstöðu á Kastrup er slá  sem stendur á STOPP. Vélarnar mega ekki hefja flugtak fyrr en slökkt er á slánni.

Af einhverjum ástæðum var slökkt á þessum slám á báðum flugbrautunum. Vegna snjókomunnar sást ekki á milli vélanna og þær hófu því flugtak samtímis. Það virðist hafa afstýrt slysi að flugstjóri annarar vélarinnar fékk á tilfinninguna að eitthvað væri ekki í lagi.

Þótt hann hefði ekki á neinu að byggja nema þessu hugboði ákvað hann á sekúntubroti að hætta við flugtak og snarhemlaði. Þegar vélin stoppaði var nef hennar aðeins fáa metra frá þverbrautinni. Og þar geystist hin þotan frahjá. Flugmenn hennar sáu aldrei þotuna sem hafði bremsað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×