Erlent

Grunaður um enn eitt ódæðið

Peter Mangs hefur verið í gæsluvarðhaldi um nokkurra vikna skeið, en neitar sök staðfastlega.
nordicphotos/afp
Peter Mangs hefur verið í gæsluvarðhaldi um nokkurra vikna skeið, en neitar sök staðfastlega. nordicphotos/afp
Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undan­farið ár, er nú grunaður um að hafa skotið sextán ára pilt fyrir fjórum árum. Þessi árás bætist við langan lista af ódæðisverkum sem Mangs er grunaður um að hafa framið, þar á meðal tvö morð árið 2003.

Í frétt sænska dagblaðsins Sydsvenskan kemur fram að pilturinn hafi fundist í blóði sínu í Kroksbäck-hverfi Malmö árið 2006. Hafði hann verið skotinn í höfuðið með lítilli skammbyssu af árasar­manni sem hafði falið sig í runnum við fáfarna götu.

Samkvæmt Börje Sjöholm, yfirmanni hjá rannsóknarlögreglunni í Malmö, er Mangs nú grunaður um tólf skotárásir fyrir árið 2009, eða áður en glæpaaldan hófst sem leiddi til handtöku hans. Þegar allt er talið eru þrjú morð og átján skotárásir til rannsóknar með tilliti til þess að Mangs hafi framið glæpina.

Eins og komið hefur fram eru árásirnar í öllum tilvikum, nema einu, gegn fólki af erlendum uppruna. Þá var ungur Svíi skotinn í bíl sínum. Farþegi í bílnum var af erlendum uppruna. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×