Keflavíkurstúlkur voru rassskeltar af Hamarsstúlkum er liðin mættust í Toyota höllinni í kvöld. Hamar sigraði sannfærandi 48-91 og er nú ljóst að spilaður verður hreinn og beinn úrslitaleikur um hvort liðið fer í úrslitaleikinn og mætir KR.
Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Bryndís Guðmundsdóttir með 14 stig en næst kom Birna Valgarðsdóttir með 13 stig.
Í sigurliðinu var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir stigahæst með 22 stig. Koren Schram skoraði 19 stig en næst komu svo þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Julia Demirer báðar með 15 stig.