Innlent

Loðna gæti gefið 17 milljarða

Landfestar verða varla leystar fyrr en eftir áramót.
Landfestar verða varla leystar fyrr en eftir áramót.

Talið er að útflutningsverðmæti þeirra 200 þúsund tonna af loðnu, sem Hafrannsóknastofnun leggur til að leyft verði að veiða í vetur, geti numið allt að 17 milljörðum króna. Það veltur á því hvort hægt verði að stýra veiðunum þannig að sem mest náist af hrognum og loðnu til frystingar til manneldis.

Þær afurðir gefa mun meira af sér af mjöl og lýsi, sem fást við að bræða hana. Það er því ósennilegt að veiðar hefjist að ráði fyrr en eftir áramót. Þá mun Hafró rannsaka stofninn enn frekar, og gæti kvótinn þá verið aukinn, eins og oft hefur gerst. Þótt útvegsmenn og sjómenn fagni þessum 200 þúsund tonna kvóta þá er hann mun minni en á meðal vertíð, eins og þær voru fyrir nokkrum árum. Þá var algengur afli á vertíð um 700 þúsund tonn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×