Innlent

Skiptar skoðanir innan kirkjunnar um aðskilnað við ríkið

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Árni Svanur Daníelsson er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.
Árni Svanur Daníelsson er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.
Skiptar skoðanir eru um það innan þjóðkirkjunnar hvort hún eigi að vera jafn nátengd ríkinu og nú er, segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.

Árni Svanur bendir á að um 80% þjóðarinnar tilheyri Þjóðkirkjunni en um 70% vilji aðskilnað ríkis og kirkju. „Það sem okkur finnst skipta máli er að fá fram samtal um þetta, með hvaða hætti við getum hagað þessum tengslum ríkis og kirkju vegna þess að þetta er ekki einföld já eða nei spurning," segir Árni Svanur.

Aðspurður segir að hann að málið tengist þvi ekki að menn óttist hver niðurstaða stjórnlagaþings varðandi þetta mál kunni að verða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×