Innlent

Máttu ekki spyrja persónulegra spurninga án samþykkis foreldris

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leikvöllur.
Leikvöllur.
Skólapúlsinn hefur undanfarið safnað viðkvæmum persónuupplýsingum um nemendum í grunnskólum án samþykkis. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn á föstudag. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi sem metur virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum.

Foreldri barns í Grunnskólanum í Borgarnesi kvartaði við Persónuvernd í september síðastliðnum vegna vinnslu persónuupplýsinga um barn hans. Skólinn hafði tilkynnt honum um vinnslu upplýsinganna en sérstaks samþykkis hans var ekki óskað. Hins vegar kom fram að ef hann vildi ekki að upplýsingum um barnið yrði safnað gæti hann sent inn undirrituð skilaboð þess efnis.

Í erindi foreldrisins kemur fram að skólar út um allt land séu að leggja spurningar frá Skólapúlsinum fyrir nemendur ef forráðamenn hafa ekki sent inn skriflega beiðni og ósk um að barnið eigi ekki að svara. Spyr foreldrið hvort þetta sé leyfilegt.

Í niðurstöðu sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Grunnskólanum í Borgarnesi sé óheimil öflun viðkvæmra persónuupplýsinga um barn hans í þágu Skólapúlsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×