Innlent

Mikil umræða um kynferðisbrotamál í ráðuneytinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að ráðuneytið sé með málefni tengd kynferðisbrotum til skoðunar. Mynd/ Vilhelm.
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að ráðuneytið sé með málefni tengd kynferðisbrotum til skoðunar. Mynd/ Vilhelm.
Málefni tengd kynferðisbrotum eru í mikilli umræðu innan dómsmálaráðuneytisins og ráðherra mun skoða áskoranir flokksráðs VG varðandi þann málaflokk, segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra.

Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um helgina lýstu fundarmenn þungum áhyggjum af meðferð kynferðisbrotamála innan lögreglunnar. Segir í ályktun fundarins að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma endi með sakfellingu.

„Þetta er samþykkt flokksráðs VG og er beint til dómsmálaráðherra. Hann mun skoða þessi mál enda hafa þessi mál verið í mikilli umræðu innan ráðuneytisins," segir Ögmundur.

Á flokksráðsfundinum var líka skorað á dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir því saksókn gegn níumenningunum fyrir meinta árás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verði látið niður falla. Ögmundur segir að það mál sé í dómsmeðferð og sér finnist ekki rétt að tjá sig um það mál að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×