Erlent

Vegfarendur reyndu að hjálpa sprengjumanninum

Óli Tynes skrifar
Lík Abdulwahabs liggur í Drottningargötunni í Svíþjóð.
Lík Abdulwahabs liggur í Drottningargötunni í Svíþjóð.

Fyrstu viðbrögð vegfarenda í Stokkhólmi þegar Taimour Abdulwahab sprengdi sig þar, voru að koma honum til hjálpar. Á myndböndum sem tekin voru rétt eftir sprenginguna sést fólk í fyrstu hörfa undan. Svo hleypur það til hans og stumrar yfir honum. Það var ekki fyrr en síðar að þetta fólk fékk að vita að hann hafði ætlað að myrða það.

Abdulwahab var sá eini sem lét lífið. Talið er víst að það hafi verið vegna þess að sprengjan sprakk of snemma, áður en hann náði að komast inn í mannfjölda. Sænskir fjölmiðlar halda því fram að hann hafi fengið aðstoð frá samtökum í Írak sem tengist Al Kaida. Þeir segja einnig að nú þegar Svíþjóð sé komin á kortið, ef svo má að orði komast, vegi búast við fleiri tilræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×