Innlent

Kostur telur sig ekki njóta sannmælis í verðkönnun ASÍ

Kostur.
Kostur.

Bónus var oftast með lægsta verðið, og Samkaup Úrval oftast með þeð hæsta, í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land, á miðvikudag. Kannað var verð á 56 algengum vörum til baksturs.

Bónus var með lægsta verðið í 37 tilvikum, en í nær helmingi tilfella var um eða undir tveggja krónu verðmunur á Bónus og Krónunni.

Samkaup Úrval var með hæsta verðið í 27 tilvikum, en Nóatún fylgdi þar á eftir.

ASÍ tekur fram að verslunin Kostur í Kópavogi neitaði þátttöku í könnuninni en Kostur reyndist oftast með hæsta verðið í síðustu verðkönnun ASÍ.

Kostur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir mótmæla könnun ASÍ. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Kosts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×