Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni er með 22. besta árangur í sinni grein í heiminum í dag samkvæmt nýbirtri töflu frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu.
Ásdís er ein af 29 spjókösturum sem hafa náð því að kast 60 metra á þessu ári en hennar besta kast er síðan á Demantamótinu í Gateshead í Englandi 10. júlí síðastliðinn.
Ásdís kastaði þá spjótinu 60,72 metra en besta kast ársins á Maria Abakumova frá Rússlandi sem kastaði spjótinu 68,89 metra á Demantamótinu í Doha 14. maí.
Ásdís er aðeins tveimur sentimetrum frá 21. sætinu og 17 sentímetrum frá því að komast inn á topp tuttugu.
Ásdís með 22. besta árangurinn í heimi á árinu 2010
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


