Erlent

Ísraelar verða að hætta að byggja á Vesturbakkanum -Hague

Óli Tynes skrifar
William Hague utanríkisráðherra Bretlands (tv) með Avigdor Liberman, starfsbróður sínum.
William Hague utanríkisráðherra Bretlands (tv) með Avigdor Liberman, starfsbróður sínum. Mynd/AP

Utanríkisráðherra Bretlands segir að friðarviðræður Ísraela og palestínumanna séu að renna út í sandinn. Ísraelar verði að hætta að reisa þorp á herteknum svæðum ef þær eigi ekki alveg að fara út um þúfur.

William Hague er í opinberri heimsókn í Ísrael. Friðarviðræðurnar hófust að nýju í Washington í síðasta mánuði. Það tókst að koma þeim af stað eftir að Benjamín Netanyahu frysti allar framkvæmdir á Vesturbakkanum í tíu mánuði. Þegar þeir tíu mánuðir runnu út neitaði Netanyahu að framlengja frystinguna og framkvæmdir hófust á nýjan leik.

Palestínumenn töldu þá ekki grundvöll fyrir frekari viðræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×