Erlent

Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju

Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega.

Opnun strandanna er háð þeim skilyrðum að hóteleigendur við þær taki upp nýjar og strangar reglur um öryggi baðgesta sinna. Þannig verður sérstökum vöktunarstöðvum, mönnuðum köfurum, komið upp og hraðbátar munu stöðugt vera á sveimi undan ströndunum.

Þá er baðgestunum ætlað að halda sig innan ákveðinna öryggisvæða og þeim verður bannað að fæða hákarla að því er segir í frétt á BBC um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×