Erlent

Bandaríkjamenn: Við viljum Assange

Julian Assange.
Julian Assange.

Bandaríkjamenn eru svo æfir út í Assange að málsmetandi stjórnmálamenn hafa jafnvel krafist þess að hann verði ráðinn af dögum. WikiLeaks stofnandinn situr nú í gæsluvarðhaldi í Lundúnum vegna sænskrar handtökuskipunar. Hann ætlar að berjast gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar og mál hans verður tekið fyrir hinn 14. þessa mánaðar.

Eric Holder dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að þeir leituðu nú allra leiða til þess að fá Assange framseldan til Bandaríkjanna jafnvel þótt ekki hafi verið gefin út formleg ákæra þar í landi.

Meðal annars hefur verið vísað til njósnalaga sem sett voru í Bandaríkjunum árið 1917 skömmu eftir að landið gerðist þáttakandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Holder segir að dómsmálaráðuneytið hafi miklu fleiri vopn á hendi en þau lög.

Breska blaðið Independent segir að Bandaríkjamenn hafi þegar átt í óformlegum viðræðum við Svía um að fá Assange framseldan þaðan, ef Bretar fallast yfirleitt á að senda hann til Svíþjóðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×