Innlent

Yfirheyrslur í allan dag vegna Glitnisrannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirheyrslur á vegum sérstaks saksóknara hafa staðið yfir í dag. Mynd/ Daníel.
Yfirheyrslur á vegum sérstaks saksóknara hafa staðið yfir í dag. Mynd/ Daníel.
Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag vegna rannsóknar á málefnum tengdum Glitni banka.

Eins og fram hefur komið fóru umfangsmiklar aðgerðir af hálfu sérstaks saksóknara fram á þriðjudaginn með húsleitum hjá mörgum af fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Þeirra á meðal eru Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki segja frá því hvaða menn hafa verið yfirheyrðir í dag. Samkvæmt heimildum Vísis eru þrír núverandi starfsmenn Íslandsbanka farnir í leyfi á meðan að rannsókn málsins er á þessu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×