Erlent

Kraftaverkabarn í París

Óli Tynes skrifar
Boiiinnggg.
Boiiinnggg.

Átján mánaða gamalt barn fékk ekki einusinni skrámu þegar það féll niður af sjöundu hæð á húsi í útjaðri Parísar í gær. Þetta var drenghnokki sem var að leika við fjögurra ára gamla systur sína úti í glugga þegar hann datt. Það varð honum til lífs að á fyrstu hæð hússins var veitingastaður þar sem skyggnið var dregið út.

Og þegar drengurinn hentist upp af skyggninu eins og trampólínu var það læknir sem greip hann áður en hann skall í götuna. Læknirinn segir að drengurinn hafi aðeins grátið í fyrstu en róast fljótlega og byrjað að hjala og svo sofnað. Í ljós kom að foreldrarnir voru ekki heima og höðu skilið börnin ein eftir. Foreldrarnir munu fá bágt fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×