Erlent

Rapparinn fær ekki að bjóða sig fram

Wyclef Jean ætlaði að bjóða sig fram til forseta Haíti.
Wyclef Jean ætlaði að bjóða sig fram til forseta Haíti. Mynd/AFP
Rapparinn Wyclef Jean sem kom öllum í opna skjöldu fyrir nokkrum vikum og sagðist ætla að bjóða sig fram til forsetaembættis Haíti má ekki bjóða sig fram samkvæmt yfirkjörstjórn landsins. Frá þessu var greint í gær og verður listi yfir frambjóðendur birtur í heild sinni í dag.

Hip hop tónlistarmaðurinn uppfyllir ekki ýmis lög en þeir sem ætla að bjóða sig fram í embættið þurfa að hafa búið samfellt í fimm ár á Haíti og borgað skatta þar. Wyclef bjó á Haíti þar til hann var níu ára gamall en hefur búið í Bandaríkjunum síðan þar sem hann gerði það meðal annars gott með hljómsveitinni Fugees.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×