Erlent

Ótímabært að viðurkenna Palestínu

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu.

Evrópusambandið telur ekki tímabært að viðurkenna sjálfstætt ríki palestínumanna innan landamæranna sem giltu árið 1967. Mahmoud Abbas forseti heimastjórnar palestínumanna fór fram á slíka viðurkenningu á fundi sem hann átti með Catherine Ashton utanríkismálastjóra sambandsins.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðherrum Evrópusambandsins er lögð áhersla á nauðsyn þess að Ísraelar og palestínumenn semji um lausn sinna mála. Að því loknu sé sambandið reiðubúið að viðurkenna sjálfstætt ríki palestínumanna.

Ráðherrarnir lýsa einnig yfir vonbrigðum sínum með að Ísraelar skuli ekki hafa framlengt bann við byggingaframkvæmdum á Vesturbakkanum. Þeir telja framkvæmdirnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og þránd í götu samninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×