Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Óli Tynes skrifar 15. apríl 2010 18:46 Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira