Innlent

Felldu tillögu um að hætta ESB aðildarviðræðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atkvæðagreiðsla fór fram í Hagaskóla í morgun. Mynd/ GVA.
Atkvæðagreiðsla fór fram í Hagaskóla í morgun. Mynd/ GVA.
Tillaga um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið var felld á fundi flokksráðs Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Hagaskóla í morgun. Alls greiddu 38 atkvæði gegn tillögunni en 28 greiddu tillögunni atkvæði sitt.

Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundinum sem hófst síðdegis í gær, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×