Innlent

Tekjuháir fá ekki skuldir afskrifaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra og Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra og Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Einstaklingar sem eru með greiðslubyrði sem er innan við 20% af ráðstöfunartekjum heimilanna munu ekki fá afskrifaðar skuldir, þrátt fyrir að þeir séu með yfirveðsettar eignir.

Eins og fram kom í fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu munu einstaklingar sem eru með yfirveðsettar eignir eiga kost á niðurfærslu skulda niður í 110% af verðmæti eignarinnar. Að hámarki verður sú niðurfærsla fjórar milljónir króna hjá einstaklingum en sjö milljónir hjá hjónum, sambýlisfólki og einstæðum foreldrum.

Þeir verst settu fá niðurfærslu að hámarki 15 milljónir króna miðað við einstaklinga en 30 milljónir miðað við pör og einstæða foreldra. Mun ítarlegra mat á eignum og greiðslugetu þarf að koma til ef um meiri niðurfærslu er að ræða.


Tengdar fréttir

Lög hindruðu lífeyrissjóði í upprunalegum tillögum

Lög heimila lífeyrissjóðum alls ekki að samþykkja upphaflegar hugmyndir stjórnvalda um að fella niður skuldir sjóðfélaga, að gefa með öðrum orðum eftir innheimtanlegar kröfur að óbreyttum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×