Erlent

Vinna eigið úran óháð öðrum ríkjum

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Stjórnvöld í Íran segjast í fyrsta skipti hafa unnið sitt eigið úran og segjast nú vera algerlega óháð öðrum ríkjum í öllu framleiðsluferli kjarnorku, þar með í auðgun úrans. Tilkynningin berst aðeins degi áður en fulltrúar stórveldanna funda með fulltrúum Íransstjórnar í Genf í Sviss á morgun, þar sem enn á að reyna að sannfæra Írana um að frysta kjarnorkuáætlun sína.

Forstjóri kjarnorkumálastofnunar Írans segir þennan áfanga í kjarnorkumálum landsins sýna að morð á einum helsta sérfræðingi landsins í kjarnorkumálum í síðustu viku hafi engin áhrif á tæknilega getu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×