Innlent

Búist við undirskrift í dag

MYND/GVA

Stjórnvöld vonast til að geta kynnt viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu skuldugra heimila eftir ríkisstjórnarfund fyrir hádegi. Málið fór í hnút í gærmorgun þar sem Líferyissjóðirnir gátu ekki fallist á viss atriði, en eftir ýmsar tilfærslur náðist samkomulag við þá undir kvöldið og voru þær kynntar fulltrúum bankanna í gærkvöldi.

Ekki liggur þó fyrir hvort þeir hafa fallist á þær, en vonir standa til þess. Aðgerðirnar sem um ræðir, eru í tíu liðum og miða fyrst og fremst að því að leysa vanda skuldugustu heimilanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×