Innlent

Mælt með rykgrímum vegna öskufalls

Almannavarnir hafa gefið út tilkynningu þar sem mælt er með notkun rykgríma vegna öskufallsins úr gosinu á Eyjafjallajökli.

Bent er á í tilkynningu Almannavarna að ekki er þörf á að fólk noti rykgrímur annarsstaðar en þar sem er sýnilegur gosmökkur. Það sé ekki nauðsynlegt að fólk gangi með rykgrímur en mælt er með því að fólk noti rykgrímur á öskufallssvæðinu.

Í augnablikinu nær öskufallssvæðið til Vestu Skaftafellssýslu og svæðisins næst Eyjafjallajökli. En það getur breyst snögglega bregði vind.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×