Þingmenn skoða gosið 24. mars 2010 13:45 Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira