Erlent

Botox breytir vöðvum í fitu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástralska söngkonan Kylie Minouge hefur gengist við því að hafa notað botox í þágu útlits síns. Mynd/ afp.
Ástralska söngkonan Kylie Minouge hefur gengist við því að hafa notað botox í þágu útlits síns. Mynd/ afp.
Botox fyllingar geta valdið því að vöðvar á líkamanum rýrni og fita komi í staðinn. Þetta er niðurstaða kanadískra sérfræðinga við Háskólann í Calgary sem hafa rannsakað langtímanotkun efnisins og birtu niðurstöðurnar í vísindaritinu Journal of Biomechanics.

Vísindamennirnir rannsökuðu notkun efnisins Botulinum toxin A í átján kanínum. Efninu var sprautað reglulega í kanínurnar í allt að sex mánuði. Niðurstöður þeirra sýndu að vöðvar sem efninu var sprautað í gátu rýrnað um allt að 50%.

Það sem kom hins vegar meira á óvart, samkvæmt frásögn Daily Mail sem fjallar um rannsóknina, var að aðrir vöðvar rýrnuðu líka, þrátt fyrir að efninu hafi ekki verið sprautað í þá, sem gefur til kynna að neikvæð hliðaráhrif efnisins geti dreift sér um líkamann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×