Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 06:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir." Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira