Innlent

Bensínlítrinn dýrastur hjá Skeljungi

Orkan er með lægsta verðið en fast á hæla þeirra fylgir Atlantsolía. Þar munar tíu aurum á lítranum.
Orkan er með lægsta verðið en fast á hæla þeirra fylgir Atlantsolía. Þar munar tíu aurum á lítranum.

Orkan er með ódýrasta bensínið þennan daginn, samkvæmt athugun Vísis. Þar kostar lítrinn nú 196,70 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi í dag þar sem lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 199,90 krónur.

Atlantsolía fylgir fast á hæla Orkunnar þegar kemur að lægsta verðinu en þar kostar lítrinn 10 aurum meira, eða 196,70 krónur.

Algengasta verð á stöðvum N1 er 198,20 krónur lítrinn af 95 oktana bensíni. Sama verð er á stöðvum ÓB.

Næst dýrastur er bensínlítrinn hjá Olís þar sem hann kostar 198,40 krónur í dag og sem áður segir er Skeljungur með hæsta verðið.

Bensínverð hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu vegna hækkana olíufélaga og neytendur hvattir til að fylgjast vel með verðbreytingum sem gjarnan eiga sér stað milli daga og jafnvel innan hvers dags.

Í könnun Vísis er miðað við algengasta verð söluaðila og ekki tekið tillit til sérstakra afsláttarkjara.

Neytendur geta fylgst með verðbreytingum á vefnum GSM bensín með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×