Innlent

Héraðsdómurum verði fjölgað um 10

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómsmálaráðherra stendur að baki frumvarpinu.
Dómsmálaráðherra stendur að baki frumvarpinu.
Dómstólaráð telur að fjölga verði tímabundið enn frekar í hópi dómara og nauðsynlegt geti verið að auka fjölda þeirra um allt að 10 til viðbótar við þá 43 sem nú eru skipaðir. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag. Ástæðan er að fyrirsjáanlegt er að dómsmálum muni fjölga gríðarlega á næstunni vegna bankahrunsins.

Dómurum var fjölgað úr 38 í 43 í lok síðasta árs en það þykir ekki duga til. Því hefur dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp um að héraðsdómurum verði fjölgað um fimm frá og með 1. mars næstkomandi. Hæstaréttardómurum verður einnig fjölgað úr níu í tólf.

Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn vegna breytinganna verði samtals um 128 milljónir á næsta ári. Árlegur kostnaður eftir það verður tæpar 146 milljónir. Gert er ráð fyrir að hann verði fjármagnaður með hækkun dómsmálagjalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×