Íslenski boltinn

Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Freyr í leik með Keflavík.
Haraldur Freyr í leik með Keflavík. Mynd/Anton
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld.

Keflavík vann, 2-1, með tveimur mörkum undir lok leiksins. Fylkir hafði komist yfir í fyrri hálfleik.

„Þetta var hrikalega erfitt," sagði Haraldur. „Við byrjuðu vel fyrstu tíu mínúturnar en þeir komu sér svo betur inn í leikinn og skoruðu meark. Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við töluðum um það í hálfleiknum að hafa trú á verkefninu. Það skilaði sér á endanum því við misstum aldrei trúna. Þetta var mikill vinnusigur sem sýndi mikinn og góðan karakter í liðinu."

„Það er líka langt frá síðasta sigri og því var þetta langþráð," bætti hann við.

„Það er alltaf létt að gefast upp en það þýðir ekkert. Það gerðum við ekki í dag og uppskárum sigur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×