Erlent

Níu ára drengur myrtur - bróðir hans grunaður um ódæðið

Jackson Taylor var hugsanlega myrtur af bróður sínum.
Jackson Taylor var hugsanlega myrtur af bróður sínum.

Hinn níu ára gamli Jackson Taylor var myrtur í Wibsey, Bradford, West Yorkshire í Bretlandi í gær en bróðir hans, sem er tuttugu ára gamall, hefur verið handtekinn og er grunaður um ódæðið.

Svo virðist sem hinn tuttugu ára gamli Daniel hafi orðið bróður sínum að bana á heimili átján ára gamallar systur sinnar. Systir Taylors reyndi að vernda litla bróður sinn og hlaut sjálf stungusár fyrir vikið. Hún er ekki lífshættulega slösuð.

Daniel hefur áður gengist undir geðrannsóknir eftir að hafa drukkið og reykt kannabis. Að auki var hann með nálgunarbann eftir að hafa hrellt nágranna sína ásamt félögum.

Málið þykir vera mikill harmleikur í Bretlandi og hefur náð heimsathygli. Í The Daily Telegraph lýsir nágranni systur drengsins því þegar foreldrar þeirra komu á vettvang. Móðir Taylors öskraði þá í sífellu: „Ég vil bara sjá hvort hann sé óhultur."

Þegar í ljós kom að hann var látinn grétu þau í faðmi hvors annars.

Taylor þótti hvers manns hugljúfi og lýsa nágrannar honum sem viðkunnanlegur og sætur snáði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×