Innlent

Ófyrirleitnar og harkalegar árásir á fyrrverandi unnustu

Jón hákon Halldórsson skrifar
Brot mannsins voru ófyrirleitin og harkaleg, segir í dómsniðurstöðu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Brot mannsins voru ófyrirleitin og harkaleg, segir í dómsniðurstöðu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta.

Maðurinn réðst að konunni við gistiheimili í Reykjavík í desember í fyrra. Hann hrinti henni í jörðina og kastaði henni svo upp á vélarhlíf nærliggjandi bifreiðar. Tveimur dögum síðar sparkaði hann upp útidyrahurð að heimili hennar, hrækti framan í hana og réðst á hana með því að grípa um háls hennar, skallaði hana og henti henni til og frá um íbúðina.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm sinn í dag, segir að brot ákærða hafi verið ófyrirleitin og harkaleg. Var hann því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×