Erlent

Tölvuhakkarar réðust á Mastercard

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tölvuhakkarar hafa gert árásir á vef Mastercard, samkvæmt frásögn BBC. Síðan er ein af mörgum skotmörkum sem tölvuhakkarar hafa einblínt á vegna þess að fyrirtækið hefur lagt sitt af mörkum til að takmarka starfsemi WikiLeaks. Aðstandendur Mastercard ákváðu á dögunum að hætta með þjónustu sem gerði fólki kleyft að styrkja starfsemi WikiLeaks í gegnum Mastercard.

BBC hefur eftir talsmönnum Mastercard að viðskiptavinir hafi ekki haft áhrif á þjónustu við viðskiptavini. Aftur á móti segist BBC líka hafa upplýsingar um að þessar fullyrðingar séu rangar. Vitað sé um netverslunarfyrirtæki sem hafi ekki getað starfað eðlilega vegna árásanna á Mastercard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×