Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2010 22:52 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, verst hér Keflvíkingnum Herði Sveinssyni. Mynd/Valli Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira