Innlent

„Við viljum fá svör við þessu“

„Okkur finnst við ekki hafa fengið þau svör sem við ætlumst til að fá. Við erum að fyrst og fremst að spyrja um eitt. Hafa íslensk lög verið virt hvað varðar friðhelgi einkalífsins eða hafa þau verið brotin. Við viljum fá svör við þessu," segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra. Hann hefur falið ríkissaksóknara að kanna hvort lög hafi verið brotin með starfsemi öryggis- og eftirlitssveitar sem bandaríska sendiráðið hefur starfrækt hér á landi í meira en 10 ár.

Ögmundur tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú síðdegis. Þar var einnig lögð fram skýrsla um könnun embættis ríkislögreglustjóra á starfsemi öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykajvík.

Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra eftir að fréttir voru fluttar af því fyrst á Norðurlöndum og svo hér heim að Bandaríkjamenn stunduðu upplýsingaöflun um óbreytta borgara.

Ráðherrann vildi vita hvort þessi öryggissveit fari að lögum við upplýsingaöflun sína. En hún er skipuð íslenskum starfsmönnum. Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, var falið að afla upplýsinga um málið og á fundi með bandaríska sendiherranum afhenti Haraldur honum ítarlegan spurningarlista þar sem upplýsinga um öryggissveitina er óskað. Spurt er hvort starfsmennn öryggissveitar fylgist með einstaklingum, hvernig því eftirliti sé háttað, í hvaða tilgangi og hvernig.

Skemmst er að segja frá því að svörin frá Bandaríkjamönnum eru afar rýr. Tveggja blaðsíðna minnisblað þar sem skautað er framhjá næstum öllum helstu spurningum ríkislögreglustjóra.




Tengdar fréttir

Ríkissaksóknari rannsaki eftirlitssveit Bandaríkjamanna

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að biðja ríkissaksóknara um að kanna hvort bandaríska sendiráðið á Íslandi hefi gerst brotlegt við lög með því að starfrækja öryggissveit við sendiráðið sem fylgdist með mannaferðum við sendiráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×