Erlent

Jim Morrison náðaður í Flórída

Jim Morrison.
Jim Morrison.

Ríkisstjórinn í Flórída hefur ákveðið að náða Jim Morrison söngvara The Doors að honum látnum. Morrison lést  í baðkeri í París árið 1971. Hann var sakfelldur fyrir að bera á sér kynfærin á tónleikum í ríkinu árið 1969. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og var málið í áfrýjunarferli þegar hann lést.

Alla tíð síðan hafa menn deilt um hvort hann hafi í raun og veru sýnt á sér krúnudjásnin, fjölmargar ljósmyndir eru til af tónleikunum og engin þeirra sýnir það allra heilagasta.

Þegar rætt er við fólk sem var á staðnum ber fæstum saman, sumir staðhæfa að hafa séð söngvarann í allri sinni dýrð en aðrir segja ekkert slíkt hafa gerst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×