Vonast er til að það geti orðið í kvöld. Þótt það verði gert verður ekki opnað fyrir almenna umferð fyrr en almannavarnir og lögregla heimila það, sem er háð hættuástandi og aðstæðum á hverjum tíma. Ekki verður að sinni gengið endanlega frá yfirborði vegarins og akstur um þennan kafla þarfnast sérstakrar varúðar, samkvæmt Vegagerðinni.
Með opnun Hringvegarins um Markarfljót verður aflétt þungatakmörkunum sem nú eru vegna gömlu brúarinnar, en ítrekað skal að allir flutningar verða eins og önnur umferð háð heimild vettvangsstjórnar á svæðinu.
