Innlent

Skyttur teknar á þyrlu LHG

Ólöglegar rjúpnaveiðar. Þvert á gagnrýni um slælegt eftirlit gekk aðgerð á þyrlu LHG vel.
Ólöglegar rjúpnaveiðar. Þvert á gagnrýni um slælegt eftirlit gekk aðgerð á þyrlu LHG vel.

Lögreglan í Borgar­nesi stóð nokkrar rjúpnaskyttur að meintum ólöglegum veiðum í umdæmi sínu í gær. Lögregla naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við eftirlitið.

Lögreglu bárust ábendingar um að rjúpnaskyttur innan umdæmisins fylgu ekki settum reglum um veiðarnar og óskuðu liðsinnis Gæslunnar. Þyrlan var á leið í fjallaæfingu og var aðgerð lögreglu samtengd æfingunni. Lögreglumaður var tekinn um borð í þyrluna og farið var eftirlitsflug með þessum árangri. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×