Innlent

Forsætisráðherra fundar með leiðtogum NATO ríkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt til Lissabon í Portúgal í dag til þess að taka þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem er haldinn þar. Fundurinn hefst á morgun og stendur fram á laugardag.

Samkvæmt frétt á vef stjórnarráðsins verður meginefni fundarins ný grundvallarstefna Atlantshafsbandalagsins og áherslur. Einnig verður fundur í NATO-Rússlands ráðinu, svo og fundur leiðtoga þeirra 50 ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum öryggis- og uppbyggingarsveitum í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×