Innlent

Aðeins einn bað um rökstuðning frá FME

Erla Hlynsdóttir skrifar
Gunnar Þ. Andersen sagðí í upphafi að staðan hefði ekki verið búin til fyrir ákveðinn einstakling
Gunnar Þ. Andersen sagðí í upphafi að staðan hefði ekki verið búin til fyrir ákveðinn einstakling
Einn umsækjandi um starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins óskaði eftir rökstuðningi fyrir því að Ingibjörg S. Stefánsdóttir var ráðin í stöðuna. Alls sóttu 63 um starfið.

Í bréfi þar sem umsækjendum var tilkynnt um ráðninguna var því einnig beint til þeirra að samkvæmt lögum gætu þeir óskað eftir rökstuðningi. Ósk um slíkan rökstuðning skyldi berast Fjármálaeftirlitinu.

Vísir óskaði eftir afriti af rökstuðningnum en fékk ekki. „Rökstuðningurinn er unninn fyrir ákveðinn einstakling og ætlaður honum. Við getum ekki veitt fjölmiðlum aðgang að honum," er svarið sem blaðamaður fékk.

Eins og Vísir greindi frá eftir að starfið var auglýst þá taldi ákveðinn hluti starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að starf sviðsstjóra rekstrarsviðs hafi beinlínis verið búið til fyrir Ingibjörgu. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði það ekki eiga við rök að styðjast.

Blaðamaður hefur rætt við aðra umsækjendur um stöðuna sem urðu mjög undrandi þegar Ingibjörg var ráðin. Þeir ákváðu þó að óska ekki eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni þar sem þeir óttuðust að það gæti haft neikvæð áhrif á möguleika þeirra til að fá starf hjá hinu opinbera í framhaldinu.


Tengdar fréttir

Umdeild ráðning FME í nýja stöðu

Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki."

Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu

Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×