Innlent

Samfylkingin í Kópavogi biðst afsökunar

Ýr Gunnlaugsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.
Ýr Gunnlaugsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

Félagsmönnum í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi var í dag sent ítrekunarbréf frá Arion banka vegna greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2010-2011. Formaður félagsins segir að um mistök hafi verið gerð.

„Þegar kreppir að og hagræða þarf í heimilisbókhaldi þá kemur glaðningur inn um bréfalúgu þar sem hótað er lögheimtuaðgerðum vegna vangoldinna félagsgjalda," sagði ósáttur félagi í Samfylkingunni í tölvubréfi til fréttastofu fyrr í dag.

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi hefur nú sent félagsmönnum sínum bréf vegna málsins. Um mistök hafi verið að ræða sem snúist um

skráningu í heimabanka.

„Að sjálfsögðu er félagsgjaldið valkvætt og engar kvaðir þar á," segir Ýr Gunnlaugadóttir, formarður Samfylkingarfélagsins í Kópavogi. Greiðsla á félagsgjöldum er ekki skilyrði fyrir því að vera í félaginu né að taka þátt í starfi eða viðburðum tengdu félaginu. „Við hörmum mistökin og munum gæta vandlega að því í framtíðinni að svona mistök eigi sér ekki stað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×